Ritskoðun

Ég las einhvers staðar áður en ég hripaði einhverja færsluna hér á moggabloggið að skoðanir þess sem þetta skrifaði endurspegluðu ekki skoðanir mbl.is. Það finnst mér alveg eðlilegt enda er ég ekki starfsmaður þeirra og veit minnst um hvort ég einhvern tímann verð. Þess vegna finnst mér það heldur betur skjóta skökku við að þeir hjá mbl.is geti ákveðið að ekki megi blogga um ákveðnar fréttir. Til dæmis um þennan Klemenzson sem var að slást við mótmælendurna, þar var öllum bannað að blogga beint um fréttina vegna þess að einhverjir voru harðorðir. Er það þá ekki bara allt í lagi að þetta fólk sé harðort á eigin bloggi? Má semsagt ekki gagnrýna sjálfan fréttaflutninginn eða vissa menn í samfélaginu með vísunum í fréttina sjálfa? Þykir mér það harla skrýtin stefna, enginn er yfir gagnrýni hafinn og fullorðið fólk hlýtur að geta svarað fyrir sig sjálft.

Ég hjó nefnilega eftir því rétt áðan að ekki var hægt að blogga um aðra frétt þar sem talað er um drenginn sem rölti um götur bæjarins með skammbyssu. Faðir hans á byssuna, er með leyfi fyrir henni en enginn skilur af hverju. Það er nefnilega bannað að flytja svona byssu inn til landsins. Og drengurinn hefur víst áður komið við sögu lögreglunnar, pabbi hans er fyrrverandi lögga - spurning hvort hann hafi stundum refsað honum full harkalega sem barni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Ég gæti skilið það í einstaka tilvikum að það eigi ekki að blogga við frétt. Þá er ég að tala um það þegar það er skrifað um hörmuleg dauðaslys. En ég las svoldið af þessum bloggfærslum sem höfðu verið skrifaðar um fréttina og mér finnst mogginn hafa kúkað á sig þegar þeir lokuðu á blogg um fréttina og eyddu þeim tengingum sem komnar voru. Mogginn tekur það fram að hann sé ekki ábyrgur á bloggfærslum fólks og þarf ekki að reyna að koma í veg fyrir umræðu um fréttir eins og þessa. Mogginn er orðinn harðari í að loka blogg um fréttir og það er kjánalegt. Til hvers er þetta moggablogg? endar þetta með því að við megum bara blogga um fréttir af grænmetisuppskerum eða ritgerðasamkeppnum? Svo sýnist mér að Ólafur og Guðmundur geti alveg talað fyrir sig sjálfir (þó þeir séu orðljótir, dónalegir og líklega vilji sem fæstir heyra hvað þeir hafi að segja).

Margrét Ingadóttir, 4.1.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband