5.1.2009 | 16:57
Setningaskipan 101 - uppfært
Þegar maður vinnur hjá stóru blaði eins og mogganum, eða jafn víðlesnum vef og er tengdur við moggann, þá á maður að vera búinn að fá lágmarkskennslu í setningaskipan.
Samkvæmt fyrstu setningu fréttarinnar má leiða að því líkum að fimmtán ára drengur hafi slasað sig á flugeld inni á barnadeild Hringsins, sbr. "Fimmtán ára drengur liggur stórskaddaður eftir flugeldaslys á barnadeild Hringsins."
Miðað við þetta var greinilega eitthvað um fikt inni á barnaspítalanum sem ég bara trúi ekki upp á starfsmenn spítalans og maður kemst loks að er auðvitað alrangt þegar lengra líður á fréttina. Réttara hefði verið að skrifa "liggur stórskaddaður á barnadeild Hringsins eftir flugeldaslys." Afsakið nöldrið en mér leiðist að sjá svona á víðlesnum fjölmiðli.
Uppfært: Fyrstu setningu fréttarinnar hefur verið breytt, gott mál.
Óvíst um sjón eftir flugeldafikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skil hvað þú átt við, hef sjálf nöldrað út af svona hlutum.
Vonandi líður að því að reglur um flugelda verði hertar, og að björgunarsveitir hætti að fjármagna sig með því að selja slysavalda, það ætti að vera hægt að styðja þær á allan annan hátt.
Helst vildi ég sjá flugeldasýningar aðeins í höndum fagaðila, almenningur getur svo gamnað sér með stjörnuljós og blys í léttari kanstinum. Og allir muni eftir hlífðargleraugunum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2009 kl. 18:26
Sæl Greta og takk fyrir innleggið.
Er það samt ekki þannig að björgunarsveitirnar marg vara við því að foreldrar og forráðamenn eigi að leiðbeina börnum sínum við flug- og skoteldanotkun af öllu tagi. Auk þess sem þeir brýna alltaf fyrir öllum að nota hlífðargleraugu við verknaðinn.
Ég heyri aldrei ríkinu kennt um ástandið í miðbænum um helgar þar sem oft eru börn undir aldri að neyta áfengis eða vegna þess að unglingar undir 18 ára aldri reykja, er það ekki ábyrgð foreldra?
Eins og segir í fréttinni eru það yfirleitt ungir strákar sem slasa sig á þessu. Við megum ekki vera að kasta ábyrgðinni á stofnunina sem selur hlutinn, þeir sem bera ábyrgð á börnunum og unglingunum verða að líta aðeins í eigin barm.
Róbert Jóhannsson, 5.1.2009 kl. 22:01
Langar að benda á að þessi tiltekna vara sem um ræðir í fréttinni er ekki seld af björgunarsveitum. Það er engin tilviljun að þessi vara frekar en allar hinar séu að valda alvarlegustu slysunum. Best er þó að kynna sér málið áður en sökinni er komið á einhvrn einn.
Linda (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 00:27
Auðvitað er ekki við björgunarsveitirnar einar sem slíkar að sakast, gott að frétta að það eru ekki þær sem standa fyrir sölu á aðal-slysavöldunum.
Hins vegar stend ég á því að það á að herða reglur um flugelda og bombur, lætin eru komin út yrfir allan þjófabálk að dómi alls venjulegs fólks sem ég þekki, fyrir utan slysahættuna. Manni finns ömurlegt að mitt í fréttum af sprengjuregni yfir Gaza-svæðið og íbúa þess skuli manni detta í hug hvort komið sé stríð hér á landi líka þegar stóru bomburnar springa, skil ekki fólk sem hefur gaman af slíku. Þekki fólk sem hefur upplifað stríðsástand í sínu landi, því er ekki skemmt.
Þú talar um fulla unglinga í miðbænum og ábyrgð foreldra. Mér hefur reyndar allataf fundist furðulegt að ríkið skuli standa fyrir sölu á vímuefni sem valdið hefur fólki ómældum skaða, þó svo að viðkomandi efni sé löglegt. Að vísu hef ég sjálf oft haft gaman af því að fá mér léttvín eða einn og einn bjór, en ég gæti líka alveg lifað án þess, ef það gæti orðið til þess að forða einhverjum frá böli.
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2009 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.