Færsluflokkur: Fjölmiðlar
19.1.2010 | 02:42
Góð Tíðindi (punktur is)
Árið 2010 er gengið í garð í allri sinni dýrð og hef ég sett mér háleit markmið fyrir árið sem ég ætla bara að halda fyrir mig og mína í það minnsta til að byrja með.
Nóg verður að gera á árinu og er eitt af þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur að gerast fréttaritari/blaðamaður á vefritinu Tíðindi.is en þar er um að ræða síðu sem einungis birtir jákvæðar fréttir. Síðan er enn í þróun og má búast við því að hún muni halda áfram að þróast næstu mánuði þar til stjórnendur hafa komið sér saman um fréttastefnuna. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni enda ekki vanþörf á að ýta góðum og skemmtilegum fréttum að fólki á tímum sem þessum.
Mér hefur einnig hlotnast sá heiður að taka þátt í öðru fjömiðlaverkefni sem mér þykir ekki síður skemmtilegt, en ég hef fengið að lýsa þremur handboltaleikjum á vefsíðunni Sporttv.is en þar er um að ræða vefsíðu sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum ýmis konar og hefur vakið mikla athygli. Enn hafa menn þar á bæ ekki auglýst sig út fyrir facebook en sérsamböndin hafa myndað gott samband við síðuna og hyggja á að breiða út boðskapinn.
Fleira er auðvitað á dagskránni þetta árið en þessi verkefni eru þau nýjustu af nálinni af þeim sem ég tekst við og hjálpa mér vonandi á minni braut í fjölmiðlum. Ég hef starfað sem íþróttafréttamaður frá árinu 2004 en nú fannst mér kominn tími til þess að taka skref fram á við.