27.8.2009 | 10:57
Það læra börnin ...
Máltækið segir að börnin læri jú það sem fyrir þeim er haft (sem ætti að segja mér að eyða minni tíma í tölvu, síma og við sjónvarp miðað við uppáhaldsleikföng eins árs dóttur minnar).
Í hádeginu í dag eiga að vera mótmæli á Austurvelli þar sem, eftir því sem mér skilst, fólk ætlar að reyna að fá sínu fram með frekjuöskrum. Uuu ... sko. Ekki er langt síðan ég var barn sjálfur og nú á ég þrjú börn og ef það er eitthvað sem ég hef lært sem foreldri þá er það það að láta börnunum mínum það ekki eftir ef þau vilja fá sínu fram með frekjuöskrum. Því hærra sem þau öskra þeim mun meira reynir það vissulega á þolinmæðina en allt snýst þetta um að láta ekki undan.
Nú hefur semsagt fullorðið fólk ákveðið að hópast saman fyrir utan Alþingi og ætlar að fá sínu fram með því að gera það sem þau vilja ekki að börnin sín geri. Hvað eiga börn þá að læra af þessu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.