27.1.2009 | 17:35
Hvar er Hörður Torfa núna?
Í þessari frétt er bersýnilega verið að blanda saman persónulegu lífi og pólitísku lífi, ofsalega heimskuleg frétt.
Í raun er þetta ekki til þess að hjálpa réttindabaráttu samkynhneigðra því þetta ætti ekki að koma málinu neinn skapaðan hlut við. Með því að stimpla hana, líkt og gert er í fréttinni, er baráttan í raun að snúast í andhverfu sína, það er verið að segja að það sé eitthvað sérstakt og öðruvísi við að vera samkynhneigður. Er það eitthvað sem réttindabaráttufólk vill?
Jóhanna vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta fannst mér líka Róbert og þó þetta sé "heimsmet" í augum heimspressunar, þá hlýtur að vera gúrkutíð fyrst það er búinn til frétt um það.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:04
Mér finnst þetta bara flott!
Hörður og Jóhann - samkynhneigða byltingin og þótt fyrr hefði verið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.1.2009 kl. 18:23
Sem betur fer þykir þetta ekkert merkilegt á íslandi - en fyrir homma og lesbíur úti í hinum stóra heimi - þar sem fordómarnir ráða enn ríkjum eru þetta stórar og gleðilegar fréttir! Hvergi í veröldinni hefur samkynhneigður einstaklingur orðið forsætisráðherra fyrr - og því vekur þetta verðskuldaða og jákvæða athygli erlendis.
Róbert Björnsson, 27.1.2009 kl. 22:48
Afhverju er verið að skilgreina fólk út frá kynhneigð ? og hvernig tengist kynhneigð embættinu sem hún er að taka við?
Margrét Ingadóttir, 28.1.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.