Meistaradeildarvangaveltur

Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða átta lið verða í pottinum og er alveg ljóst að um slefandi spennu verður að ræða á meðal knattspyrnuáhugamanna hvernig liðin raðast.

Furðufá ensk lið eru í átta liða úrslitum þetta árið, Liverpool féll út í riðlakeppninni og Jose Mourinho er enn taplaus á Stamford Bridge en Arsenal og Manchester Utd. halda uppi heiðri enskra og hljóta þau bæði að teljast líkleg til þess að spila úrslitaleikinn.

Ríkjandi Heims-, Evrópu- og Spánarmeistarar (auk spænska bikarsins)komust áfram með öruggum sigri í kvöld ásamt franska liðinu Bordeaux en tvö frönsk lið verða í 8-liða úrslitum þetta árið. Hitt franska liðið er auðvitað Lyon sem gerði sér lítið fyrir og sló út uppáhald spænsku konungsfjölskyldunnar í tveimur stórskemmtilegum leikjum.

Bayern Munchen er að rísa upp úr öskustónni en þeir áttu í mesta basli með frískt lið Fiorentina, CSKA Moskva er með gríðarlega sterkt lið sem getur sigrað hverja sem er á heimavelli sínum og Jose Mourinho getur minnkað sjálfstraust hvaða stjóra og leikmanna sem er með sálfræðileikjum sínum, auk þess sem Inter Milan er með gríðarlega sterkan leikmannahóp.

Semsagt, tvö ensk, tvö frönsk, ítalskt, spænskt, þýskt og rússneskt lið í 8-liða úrslitum. Ég ætla að leyfa mér að henda upp óskaleikjum hér:

Arsenal - Barcelona
Inter - Bordeaux
Þessir tveir leikir mega endilega raðast á sama dag. Þvílík veisla sem ég held að tveir leikir á milli Arsenal og Barca myndu vera fyrir knattspyrnuáhugamenn og að sama skapi væri fínt ef annaðhvort Inter eða Bordeaux myndu falla úr leik fyrir undanúrslitin því bæði lið leggja gríðarlega áherslu á varnarleikinn.

Manchester Utd. - Bayern Munchen
Lyon - CSKA Moskva
Báðar þessar viðureignir myndu bjóða upp á skemmtilega knattspyrnu í samanlagt 180 mínútur og jafnvel lengur. Ellefu ár eru síðan Man. Utd. sigraði Bayern með ótrúlegum lokakafla í úrslitaleik þessa móts og í ár held ég að Bayern myndu vera rétt aðeins of litlir fyrir Utd. Í hinni viðureigninni myndu svo eigast við lið sem kæmu algjörlega pressulaus í undanúrslitin og gætu gert þar mikinn usla. Jafnvel væri gaman að fá fleiri leiki á milli Man. Utd. og CSKA Moskva en þetta eru þær viðureignir sem ég myndi vilja sjá.

Svo ég spái enn lengra þá myndu undanúrslitin koma þannig:
Barcelona - Inter
Manchester Utd. - CSKA Moskva 


mbl.is Barcelona og Bordeaux áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

Róbert, ég grt alveg yekid undir thessa spá. og förum lengra = Barça-UTD í úrslit ??? Verdur gaman fyrir CR. 9. ad HORFA á sín gömlu samherja á HANS heimavelli í Madrid ;))))

Hef alltaf verid hardur UTD. studari og vid ad flytja til Kataloníu VARD madur ad stydja Barça, annars er madur úthystur úr baejarlífinu, og Barça eru bestir í dag. kv. G.

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 18.3.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband