13.2.2010 | 23:21
Styttuvonbrigði
Vel má vera að ég sé gamaldags í hugsun hvað styttugerð varðar en hvað á þessi stytta fyrir framan höfuðstöðvar KSÍ að þýða? Hvers vegna mátti ekki gera eðlilega styttu af Alberti Guðmundssyni í staðinn fyrir illa mótað andlit á gjörsamlega afskræmdum líkama í ankannalegri stellingu? Nöldurseggurinn í mér telur að allt eins hefði verið hægt að setja eina af þunglyndu andlitslausu styttunum hennar Steinunnar einhversdóttur sem stóðu eins og hráviði um alla borg.
Ég hlakkaði mikið til að sjá styttu af þessum mikla knattspyrnumanni sem ruddi braut fjölmargra íslenskra knattspyrnumanna með glæstum ferli sínum og mætti sína honum meiri sóma en þetta verk sem stendur fyrir utan Laugardalsvöllinn. Ég er strax farinn að kvíða fyrir styttunni af Jóni Páli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.