Þvílík vonbrigði

Nú veit ég ekki hvort þessi færsla á eftir að verða þess verkandi að ég þurfi að hætta flokksstarfi í Samfylkingunni en mér er bara nákvæmlega sama:

Hvað í ólíkindar ósköpunum hefur Björgvin G. Sigurðsson gert til þess að verðskulda það að halda efsta sætinu í Suðurkjördæmi fyrir flokkinn? Þegar háværar kröfur eru um endurnýjun og ekki sama fólkið inn á þing velja prófkjörsþátttakendur þann mann í efsta sætið sem síðasta eitt og hálfa árið í starfi á þingi var yfirboðari Fjármálaeftirlitsins, kom ítrekað fram í fréttum eftir hrun og sagðist ekki hafa hugmynd um hvað verið væri að tala um þegar mikilvæg mál úr hans ráðuneyti, eða sem viðkomu hans ráðuneyti, báru á góma, og flestir eru sammála um að stóð sig bara hreint ekki vel í starfi.

Hann reyndi að búa sér til goodwill með því að segja af sér nokkrum mánuðum eftir að allt hrundi og greinilegt var að hann var ekki með í einu né neinu í ríkisstjórninni eða því sem var að gerast undir hans ráðuneyti en einhverra hluta vegna hélt ég að flestir hefðu séð í gegnum það. Þetta var ekkert nema ódýr leið til að reyna að líta vel út, búinn að spila rassinn úr buxunum eins og allir hinir en samt fyrstur til að segja af sér, "bera pólitíska ábyrgð" ... Einmitt.

Skömmu seinna slitnaði ríkisstjórnarsamstarfið og viti menn, Björgvin áfram í starfsstjórn. Frábært.

Samt er maðurinn nógu óforskammaður til þess að bjóða sig fram á nýjan leik, og aftur í fyrsta sætið. Það sem verra er þykir mér það að prófkjörskjósendur hafi verið nógu vitlausir til þess að kjósa hann. Ætli Samfylkingin sér eitthvað í næstu kosningum er þetta ekki rétta leiðin, þetta er leiðin til þess að strika sig beint út úr stjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ferð nú varla að kjósa Samfylkinguna eftir þennan skandal!!  Ha!  Og síðan er Kristján Möller efstur á lista fyrir norðan.

Annars allir hressir ;)
Kveðja frá Sverige

Fjalar (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Björgvin kom alltaf af fjöllum vegna þess að það talaði enginn við hann. Það mætti segja að hann hafi verið hafður útundan og ég skil ekki þannig vinnubrögð innan ríkisstjórnarinnar. Hann hefði átt að segja af sér miklu fyrr. En fyrst hann er kominn inn aftur, þá vona ég að samskipti milli hans og annarra séu komin í lag. Annars tek ég undir með þér að ég hefið viljað sjá listann öðruvísi. Það verður spennandi að fylgjast með næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er með hörmulegan lista í sama kjördæmi og svo voru tvær frábærar konur kosnar í annað og þriðja sæti VG en sú síðari var færð í fjórða sæti til þess að gæta jafnræðis og maðurinn í fjórða sæti færður í þriðja... ég hefði nú bara viljað sjá listann eins og kosið var á hann. En jæja...

Margrét Ingadóttir, 7.3.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Margrét Ingadóttir

og þórbergur lenti í sjötta sæti en var færður í það fimmta því að þar var kona... þannig að nú eru 3 af 5 kk en ekki 2 af 5 eins og listinn raðaðist... mér finnst það reyndar svoldið glatað. Ég veit ekki afhverju hlutfallið verður að vera 60% kk og 40% kvk. Ég vil bara fá hæfasta fólkið í verkið og að það eigi raða listanum eins og fólk kaus á hann

Margrét Ingadóttir, 7.3.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Róbert Jóhannsson

En það að enginn hafi talað við hann getur heldur ekki talist honum til tekna. Þá annað hvort var honum einfaldlega ekki treyst, eða þá að hann fékk ekki að taka þátt í klíku sem hann langar greinilega að vera þátttakandi í

Róbert Jóhannsson, 7.3.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Róbert Jóhannsson

er D búið að raða í Suður? held ekki

Róbert Jóhannsson, 7.3.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Margrét Ingadóttir

ég sé nú bara á því sem D hefur uppá að bjóða að listinn verður slæmur. þeir hafa enga góða kosti, frekar mjög slæma. Og mér finnst það ekki vera Bjögga til málsbóta að enginn talaði við hann, það finnst mér bara sýna hversu vanhæf samfylkingin var á þessum tíma, að geta ekki einu sinni talað saman. ég vona að það lagist

Margrét Ingadóttir, 7.3.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband