Alþingi í fríi ... hverju skilaði byltingin?

Jæja, bylting varð í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi fyrir ekki allt of mörgum mánuðum síðan. Kröfurnar um nýja stjórn voru háværar og að þjóðin skildi ekki þurfa að líða fyrir það að borga skuldir einkarekinna fjármálastofnana. Hvað ávannst með byltingunni?

Andstæðingar sjálfstæðisflokksins unnu góðan sigur í kosningunum, það er engin spurning. Samfylkingin vann engan sérstakan sigur, VG bættu verulega við sig og ný hreyfing sem kenndi sig við borgara kom inn þingmönnum. Óþarfi að fara neitt nánar yfir það en í stjórn fóru flokkar sem höfðu haft hávær ummæli um að slá þyrfti "skjaldborg um heimilin" svo ég næli í hugtak úr klisjudeildinni. Sett var á sumarþing, þar sem ástandið í þjóðfélaginu bauð ekki alveg upp á hið hefðbundna þriggja mánaða sumarleyfi Alþingis, þar sem brýnustu mál skildu kláruð.

Samfylkingin er svo helblinduð af töfralausninni ESB að þau hafa ekki einu sinni reynt að leita annarra lausna. Miðstýring hljómar alls ekkert illa í eyrum vinstri sinna nema hvað VG myndi vilja fá að stjórna því sjálf frekar en einhverjir embættismenn í Brussel en samþykktu þó með semingi til þess að fá að hanga aðeins lengur "réttum" megin á þingi. Ákveðið var semsagt að fara út í viðræður án þess þó að útlista það eitthvað sérstaklega hvað við vildum fá út úr þeim!

Þá var ESB umræðan frá í bili og tími til kominn að hjálpa heimilum í landinu eitthvað sem eru að sligast undan skuldum og allt of hárri vísitölu. Njeh, niðurskurður og skattahækkanir voru kjörorðið. Allra helst skattahækkanir sem skila sér út í verðlagið, hækka þannig vísitöluna og auka skuldir heimilanna! Áfengisgjald var hækkað og sykurskatturinn ógurlegi mun líta dagsins ljós á morgun, úr 7% í 24,5%! Ég man ekki til þess að hafa kosið Íþróttaálfinn sem alráð. Þrátt fyrir að vera ekki nauðsynjavörur hafa þær nokkur áhrif á vísitöluna sem skilar sér einfaldlega í hærri afborgunum af lánum. 

Þrátt fyrir gjaldeyrishöft hefur gengi íslensku krónunnar hrunið sem þýðir að allar innfluttar vörur verða mun dýrari, bensín á bílinn er orðið munaðarvara og eru flestar innfluttar vörur að verða exotískar sökum verðs. Að sjálfsögðu skilar þetta sér út í vísitöluna sem hækkar þá afborganir enn frekar.

IceSave var svo drifið í gegnum sumarþingið. Einhvern veginn hefði maður haldið að það hefði getað verið sniðugt að senda þaulvanan harðan samningamann í viðræður við Breta og Hollendinga en niðurstaðan varð stuttur fundur þar sem ákveðið var að við skildum bara redda þessu. Frábært. Svo þykjast menn hafa breytt því eitthvað með einhverjum fyrirvörum sem voru samþykktir á þinginu hér en maður hefði nú haldið að hinir samningaaðilarnir vildu kannski sjá það áður en þeir verða jafn samþykkir.

Jæja, það mál var afgreitt og nú skal komið að því að bjarga heimilunum svo fólk geti farið að hugsa um eitthvað annað en hvernig í fjandanum það eigi nú að fara að því að lifa af á þessu skeri þegar skammdegið fer að skella á. Neibb, Jóhanna og Steingrímur farin á vespunum sínum og veifa okkur "ciao" (stolið af Eddie Izzard, ég veit). Niðurstaðan er semsagt þessi eftir byltinguna: Hærri skattar, krónan er fokkd, við borgum skuldir einkafyrirtækja ... en hey, það er allt í lagi. ESB er töfralausnin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

varðandi sumarfrí alþingis er það oftast 4 mánuðir frá miðjum maí fram í miðjan september  auk þess 6 vikur í jólafrí og 1 mánuð í páskafrí (ekki að undra þó þessir vesalingar verði að búa til sendiherrastöður handa sjálfum sér) en þetta með ESB er algérlega ófarft eftir það sem á undan er gengið því við (ekki) fólkið flitjum flest til ESB

Tryggvi (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband