Náttúruhamfarir

Sem ég sit í lesstofu grunnnema (orð með þreföldum sama samhljóða eru frábær) og hef lokið verkefni í rannsóknaraðferðum í mannfræði langar mig að rita eitt.

Mönnum virðist vera tíðrætt um að það sem átti sér stað við hrun bankakerfisins og viðskiptalífsins hér á landi hafi verið náttúruhamfarir og því hafi þáverandi stjórnvöld ekki geta sagt af sér vegna þess að strax þurfti að taka til við nauðsynlegar björgunaraðgerðir. Höldum aðeins áfram með þessa pælingu:

Segjum sem svo að í mörg ár/ marga mánuði væri búið að vara stjórn almannavarnarnefndar við agalegum náttúruhamförum hér á landi á næstunni. Getum ímyndað okkur að sérfræðingar væru búnir að spá gríðarlegu eldgosi sem myndi rústa byggðum í hundruða kílómetra radíus. Ítrekað myndi nefndin og stjórn hennar koma fram í fjölmiðla og þræta fyrir þetta og segja að allt væri í besta lagi og ekkert að marka spár sérfræðinga, þau vissu miklu betur sjálf. Semsagt: Í stað þess að vara fólk við og gera viðeigandi ráðstafanir, hverjar sem þær svo væru, myndu þau láta eins og ekkert hafi í skorist og fólk myndi halda lífi sínu áfram treystandi á forystu þeirra sem eru valdir til starfans.

Svo kemur eldgosið, byggðir leggjast af, fjöldi fólks missir heimili sín og allt sem það hefur unnið fyrir. Er stjórninni og nefndinni þá stætt að halda áfram sínu starfi? Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

flott samlíking

Birna Eik Benediktsdóttir, 16.3.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband