Það var auðvitað

Hversu marga fréttatíma hefur maður séð Björgvin G. koma af fjöllum varðandi málefni sem heyra nánast beint undir hans ráðuneyti? Hvað gerði FME til þess að sporna við því að bankarnir yrðu ekki of stórir eða of skuldsettir? Þrátt fyrir það sat Björgvin lengi áfram og hlustaði á háværan róm þess efnis að ríkisstjórnin væri vanhæf og einhverjir þyrftu að sýna ábyrgð. Nú loks gerir hann það og maður af örlítið meiri.

En það að Ingibjörg formaður sjái þetta ekki sem sjálfsagðan hlut og þetta komi henni á óvart segir allt um það hversu veik hún er í starfi formanns flokksins og einu valdamesta embætti þjóðarinnar. Eins og hún trúi því ekki að innan þingflokks hennar sé enn að finna heiðarlegt fólk sem hlusti á það sem er að gerast utan hans, einhverjir sem skynja raunveruleikann örlítið. Nú er komið nóg Ingibjörg, ég efast um að nokkur kjósandi Samfylkingarinnar vilji sjá þig leiða flokkinn til næstu kosninga, a.m.k. ekki ég.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kom það ISG á óvart já? Hún hefur auðvitað ekki gert sér grein fyrir því að Björgvin á eftir allt snefil af manndómi og sjálfsvirðingu. Það er meira en hún á sjálf. Hins vegar kom þeta vonum seinna.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:34

2 identicon

Það læðist samt að manni sá grunur að hann sé að reyna að bjarga sínum ferli í stjórnmálum, kannski aðeins of seint fyrir það held ég. En ISG hefði átt að stíga af stóli eftir að hún varð veik og einbeita sér að því að ná heilsu aftur. Hún er rúin trausti og ætti kannski bara að láta stjórnmálin eiga sig í framtíðinni

Einhver með athugasemd (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Mér finnst sorglegt að sjá að svona sé komið fyrir Ingibjörgu sem var svo öflugur stjórnmálamaður hérna í den. Núna vona ég bara að hún hætti í pólitík og snúi sér að því að ná heilsu. Hún þorir ekki lengur að standa fyrir nokkrum sköpuðum hlut, hún gerir ekki neitt og þá á hún bara að stíga niður og leyfa öðrum sem þora að koma í hennar stað. Össur hefur t.d. staðið sig vel við að leysa hana af.

Margrét Ingadóttir, 25.1.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband