Óþarfur boðskapur

Sem faðir þá hef ég verslað og klætt börnin mín í föt, svokölluð barnaföt. Þegar fötin hafa orðið skítug hef ég sett þau í þvottavél og athugað á þar til gerðan miða hvort setja megi flíkina í þurrkara. "Gríðarlega spennandi saga" hugsa nú eflaust margir. Málið er nefnilega það að ég hef tekið eftir áletrun á barnafötum, yfirleitt koma þau föt frá NEXT en nú hjó ég eftir því að þetta er líka á NIKE fötum.

Þessum fyrirtækjum er nefnilega það annt um fötin sín að þau vilja alls ekki að eigendur þeirra geri þau að eldsmat. Í hálsmálinu stendur með stórum stöfum: KEEP AWAY FROM FIRE. Ég er ekki alveg viss um af hverju framleiðendurnir halda að ég sé eitthvað endilega að fara að setja fötin nálægt eldi eða sérstaklega að slökkva í eldum með þeim. Einhvern veginn efast ég um að barnafötin yrðu það fyrsta sem ég myndi grípa til að verja mig fyrir eldi þrátt fyrir að áletrunin væri ekki þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Þór Guðmundsson

Robbi, held að þetta sé bara á fötum sem þú kaupir. Sett sérstaklega á þau. I wonder why :)

Hilmar Þór Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband