Færsluflokkur: Vefurinn

Setningaskipan 101 - uppfært

Þegar maður vinnur hjá stóru blaði eins og mogganum, eða jafn víðlesnum vef og er tengdur við moggann, þá á maður að vera búinn að fá lágmarkskennslu í setningaskipan.

Samkvæmt fyrstu setningu fréttarinnar má leiða að því líkum að fimmtán ára drengur hafi slasað sig á flugeld inni á barnadeild Hringsins, sbr. "Fimmtán ára drengur liggur stórskaddaður eftir flugeldaslys á barnadeild Hringsins."

Miðað við þetta var greinilega eitthvað um fikt inni á barnaspítalanum sem ég bara trúi ekki upp á starfsmenn spítalans og maður kemst loks að er auðvitað alrangt þegar lengra líður á fréttina. Réttara hefði verið að skrifa "liggur stórskaddaður á barnadeild Hringsins eftir flugeldaslys." Afsakið nöldrið en mér leiðist að sjá svona á víðlesnum fjölmiðli.

Uppfært: Fyrstu setningu fréttarinnar hefur verið breytt, gott mál.


mbl.is Óvíst um sjón eftir flugeldafikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband